Færsluflokkur: Menning og listir

Nýtt tímarit - Troðningur

Nýtt tímarit er komið út - Troðningur.

 Trodningur_nettimarit_1tbl09_Page_1_s

Troðningur fjallar um listir og menningu á Reykjanesi og ýmislegt annað.

Nálgast má Troðning frítt á vefslóðinni http://www.1og8.com


Og við dönsum...

Eitt lítið jólalag bætist við. Samið fyrir karlakóra.

Vinnustofutónleikar á Ljósanótt.

 tonleikar_ljosanott2009_Ludviksson_small
Fimmtudaginn 3. september 2009 kl. 21.00  verður Guðmundur R Lúðvíksson myndlistamaður með Vinnustofutónleikar í Svarta Pakkhúsinu í Keflavík ásamt fjölda gestaleikara.
Flutt verða 13 frumsamin lög. Engin aðgangseyrir er að tónleikunum.
Hljóðfæraleikarar eru:
Píanó: Steinar Guðmundsson, Kontra og raf bassi: Páll Elvar Pálsson,
Raf gítar; Sveinn Björgvinsson , Fiðla: Kjartan Már Kjartansson,
Mandólín, klassískur gítar og gítar;Hlöðver S Guðnason,
Harmonikka: Sigurður Jónsson , Trommur: Marinó Már Magnússon,
Kassagítarar: Guðmundur Símonarson, Slagverk: Ágúst Ingvarsson,
Kór: Kvennakór Suðurnesja, Söngur, munnharpa og gítar: Guðmundur R Lúðvíksson, Ukulele; Steinn Jónsson .
hopurinn_tonlystafolk_S Hluti af hljóðfæraleikurum sem fram koma, í vinnustofunni.

Kl. 20. 30 verður einnig verkið "Regnbogadansinn" settur í gang. En verkið er 12 metra langt vatnsverk, sem myndar "vatnsbragga" sem hægt
verður að ganga í gegnum. Verkið er lýst upp með sterkum ljósum sem framkalla regnboga inni í verkinu. Fólk getur því gengið í gengn og í
regnbogana og óskað sér um leið. Verkið verður staðsett fyrir framan Pakkhúsið, við sjávargarðinn. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband