Listaverkið "Regnbogadansinn" prufukeyrður.
14.8.2009 | 19:32
Í dag var listaverkið " Regnbogadansinn " , sem afhjúpaður verður á Ljósanótt 2009 prufukeyrður með aðstoð frá slökkvuliði Suðurnesja. Verkið kom betur út en reiknað var með. Magnaðir regnbogar dönsuðu um verkið á meðan kveikt var á því. Verkið er tengt við einn brunahana og spítir það vatni úr mismunandi stútum í allt að 4-5 metra hæð. Verkið verður afhjúpað 3. september á Ljósanótt kl. 21.30. Sjá má nánar um verkið á heimaslóðinni www.1og8.com